Víkingur vann frækinn sigur á Panathinaikos í Helsinki í gær. Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson komu Víkingum í 2-0 en gríska liðið minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Vítadómurinn var mjög vafasamur en dómari leiksins, Norðmaðurinn Rohit Saggi, flautaði vegna þess að hann taldi að boltinn hefði farið í hönd leikmanns Víkings í teignum. Svo var ekki en dómarinn sá svo að Daníel Hafsteinsson gæti hafa verið brotlegur í næsta atviki á eftir og reyndist það vera nóg til að hann stæði við þá ákvörðun að dæma víti. Víkingar voru mjög hissa á dómnum.
Vítadómurinn var mjög vafasamur en dómari leiksins, Norðmaðurinn Rohit Saggi, flautaði vegna þess að hann taldi að boltinn hefði farið í hönd leikmanns Víkings í teignum. Svo var ekki en dómarinn sá svo að Daníel Hafsteinsson gæti hafa verið brotlegur í næsta atviki á eftir og reyndist það vera nóg til að hann stæði við þá ákvörðun að dæma víti. Víkingar voru mjög hissa á dómnum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Panathinaikos
Daníel ræddi við mbl.is eftir leikinn í gær og ræddi um vítaspyrnudóminn.
„Mér fannst þessi vítadómur glórulaus en mér skilst að hann hafi dæmt á mig. Hann flautaði fyrst hendi, sem var síðan ekki víti. Svo er dæmt á mig fyrir atvik sem gerðist eftir að hann flautaði. Mér fannst það ósanngjarnt. Við kvörtum samt ekki eftir sigur við Panathinaikos," sagði Daníel við mbl.is.
Atvikið var rætt á Stöð 2 Sport eftir leikinn og má atvikið og hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir