Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 15:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu vítaspyrnudóminn umdeilda - Daníel segir hann glórulausan
Daníel átti mjög góðan leik í gær. Það var hans fyrsti alvöru leikur sem leikmaður Víkings.
Daníel átti mjög góðan leik í gær. Það var hans fyrsti alvöru leikur sem leikmaður Víkings.
Mynd: Víkingur
Ingvar Jónsson átti frábært kvöld í gær.
Ingvar Jónsson átti frábært kvöld í gær.
Mynd: Víkingur
Eftir leikinn í gær.
Eftir leikinn í gær.
Mynd: Víkingur
Víkingur vann frækinn sigur á Panathinaikos í Helsinki í gær. Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson komu Víkingum í 2-0 en gríska liðið minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Vítadómurinn var mjög vafasamur en dómari leiksins, Norðmaðurinn Rohit Saggi, flautaði vegna þess að hann taldi að boltinn hefði farið í hönd leikmanns Víkings í teignum. Svo var ekki en dómarinn sá svo að Daníel Hafsteinsson gæti hafa verið brotlegur í næsta atviki á eftir og reyndist það vera nóg til að hann stæði við þá ákvörðun að dæma víti. Víkingar voru mjög hissa á dómnum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

Daníel ræddi við mbl.is eftir leikinn í gær og ræddi um vítaspyrnudóminn.

„Mér fannst þessi víta­dóm­ur glóru­laus en mér skilst að hann hafi dæmt á mig. Hann flautaði fyrst hendi, sem var síðan ekki víti. Svo er dæmt á mig fyr­ir at­vik sem gerðist eft­ir að hann flautaði. Mér fannst það ósann­gjarnt. Við kvört­um samt ekki eft­ir sig­ur við Pan­athinai­kos," sagði Daníel við mbl.is.

Atvikið var rætt á Stöð 2 Sport eftir leikinn og má atvikið og hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan.


Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner