Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Víkingar úr leik eftir sigurmark á 95. mínútu
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Mynd: EPA
Víkingur R. heimsótti Panathinaikos í Sambandsdeildinni í kvöld og var fyrri hálfleikurinn hnífjafn. Víkingur mætti inn í leikinn með eins marks forystu eftir 2-1 sigur gegn Grikkjunum í Helsinki í síðustu viku.

Lestu um leikinn: Panathinaikos 2 -  0 Víkingur R.

Panathinaikos var meira með boltann en skapaði sér ekki góð færi á meðan Víkingar beittu stórhættulegum skyndisóknum og komust í hættulegri stöður en tókst þó ekki að setja boltann í netið.

Síðari hálfleikurinn var áfram í svipuðu fari þar sem Víkingum tókst þó ekki að beita góðum skyndisóknum líkt og þeir höfðu gert í fyrri hálfleik.

Panathinaikos skapaði sér þó ekki mikið, en Filip Mladenovic tókst að skora með góðu skoti á 70. mínútu. Mladenovic reyndi sendingu en Matthías Vilhjálmsson fór fyrir og datt boltinn aftur til Mladenovic, sem náði þessu góða skoti sem fór alveg út við stöng þar sem Ingvar Jónsson náði ekki til.

Víkingar reyndu að svara fyrir sig en var ekki mikill kraftur eftir í strákunum sem eru enn á undirbúningstímabilinu á Íslandi. Panathinaikos menn í talsvert betra leikformi náðu að gera dramatískt sigurmark undir lokin. Það var á 95. mínútu sem Ingvar gerði vel að verja frá Filip Djuricic en Tete fylgdi eftir með marki. Lokatölur 2-0.

Það reyndist sigurmark viðureignarinnar, þar sem niðurstaðan er 3-2 sigur Panathinaikos. Nokkuð óverðskuldaður sigur miðað við hvernig leikirnir spiluðust en Víkingar geta snúið aftur heim berandi höfuðið hátt. Bæði mörk Panathinaikos komu eftir að boltinn datt heppilega fyrir leikmenn liðsins í góðum stöðum.

Það voru mikil átök að leikslokum eftir að Víkingar töpuðu þar sem mönnum var heitt í hamsi.

Í öðrum leikjum kvöldsins tókst Molde að knýja framlengingu gegn Shamrock Rovers á Írlandi, eftir óvænt tap í heimaleiknum í Noregi, á meðan Jagiellonia sigraði auðveldlega gegn TSC frá Wales.

NK Celje sló að lokum APOEL Nicosia úr leik með sigri í Kýpur.

Panathinaikos 2 - 0 Vikingur R. (3-2 samanlagt)
1-0 Filip Mladenovic ('70 )
2-0 Tete ('95)

Jagiellonia 3 - 1 Backa Topola (6-2 samanlagt)
1-0 Kristoffer Hansen ('8 )
1-1 Marko Lazetic ('17 )
2-1 Jesus Imaz ('70 )
3-1 Viktor Radojevic ('76 , sjálfsmark)

Shamrock 0 - 1 Molde (1-1 samanlagt)
0-1 Magnus Eikrem ('10 )

APOEL 0 - 2 Celje (2-4 samanlagt)
0-1 Armandas Kucys ('45 )
0-2 Tamar Svetlin ('51 )
Athugasemdir
banner