Sir Jim Ratcliffe hefur ekki unnið sér inn miklar vinsældir hjá stuðningsmönnum Manchester United eftir að hann keypti hlut í félaginu.
Stjórn hans á félaginu hefur ekki þótt góð; hann hefur skorið niður kostnað og innan vallar er karlaliðið í sögulegri lægð.
Stjórn hans á félaginu hefur ekki þótt góð; hann hefur skorið niður kostnað og innan vallar er karlaliðið í sögulegri lægð.
Það gengur betur hjá kvennaliðinu sem er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en Ratcliffe virðist þó ekki hafa mikinn áhuga á kvennaliðinu.
Í grein Telegraph er farið yfir það þegar Ratcliffe, sem er einn ríkasti maður Bretlandseyja, heimsótti æfingasvæði Man Utd og vissi ekki hver Katie Zelem var.
„Hvað gerir þú hjá félaginu," á Ratcliffe að hafa spurt Zelem.
Zelem var þá fyrirliði Man Utd og lyfti hún FA-bikarnum með liðinu á síðasta tímabili. Hún er fædd í sama bæ og Ratcliffe og varð fyrst leikmaður Man Utd þegar hún var átta ára gömul.
Zelem á að baki tólf landsleiki fyrir Englands hönd en hún gekk í raðir Angel City í Bandríkjunum síðastliðið sumar.
Athugasemdir