Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe heldur áfram að skera niður
Mynd: Getty Images
Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður í rekstri Manchester United.

Bryan Robson, Andy Cole og Denis Irwin eru meðal þeirra sem hefur verið tjáð að laun þeirra muni lækka umtalsvert.

Allir starfa þeir sem sendiherrar fyrir félagið en í nýjustu niðurskurðsaðgerðum Ratcliffe á að lækka greiðslur til fyrrum leikmanna.

Eftir komu Ratcliffe og INEOS hófst viðamikil endurskoðun sem miðar að því að draga verulega úr tapi og losa um fjármagn til að nota í aðalliðið og hugsanlegan nýjan leikvang.

Niðurskurðurinn hefur haft áhrif á allar deildir Manchester United en fjölmörgum starfsmönnum félagsins hefur verið sagt upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner