Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
banner
   fim 20. febrúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tjáir sig eftir að hafa gefið Bellingham rautt - „Foreldrar mínir eiga þetta ekki skilið"
Mynd: EPA
Spænski dómarinn José Luis Munuera Montero hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann gaf Jude Bellingham rautt spjald í leik Real Madrid gegn Osasuna um síðustu helgi.

Hann er undir rannsókn þar sem talið er að um mögulegan hagsmunaárekstur sé að ræða. Hann stofnaði ráðgjafafyrirtæki sem veitir félagsliðum í fótboltaheiminum ráðgjöf og má nefna Manchester City, Atlético Madrid og Aston Villa meðal viðskiptavina.

Munuera Montero fékk líflátshótanir eftir leikinn en hann mun ekki dæma um komandi helgi. Hann hefur tjáð sig um atburðina.

„Ég lokaði LinkedIn aðganginum mínum áður en ég fæ hundruð þúsund líflátshótanir aftur. Ég er ekki hræddur," sagði Montero.

Hann segist hafa lokað aðganginum til að verja fjölskylduna sína.

„Þau eru í annarlegu ástandi, mjög hrædd. Þau hafa ekki beðið mig um að hætta því þau vita að það err ómögulegt. Foreldrar mínir eiga þetta ekki skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner