fös 20. mars 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford leggur sitt af mörkum til að hjálpa fátækum börnum
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er duglegur við að nýta stöðu sína sem ein af stærstu stjörnum Manchester United til að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Rashford fékk mikið hrós fyrir vel heppnað átak til að hjálpa heimilislausum í Manchester í kringum jólin og núna snýr hann sér að fátækum börnum.

„Það eru yfir 32,000 skólar í Bretlandi og þeir munu allir loka á morgun," skrifaði Rashford á Twitter í gær.

„Mörg þessara barna reiða sig á gjaldfrjálsan mat meðan þau eru í skólanum. Þess vegna hef ég varið síðustu dögum í að tala við stofnanir til að skilja hvernig er best að laga þetta vandamál.

„Ég er búinn að fræða mig um þetta mál og það eru ekki bara skólar heldur líka félagsmiðstöðvar og aðrir staðir sem veita mörgum börnum einu máltíðirnar sem þau sjá. Ekkert barn ætti að óttast hungur."


Rashford hefur því slegist í lið með Fare Share, góðgerðarsamtök sem berjast gegn hungri og matarsóun í Bretlandi.

„Ef þið eigið nokkur auka pund þá getið þið skipt sköpum með að hjálpa við að standa undir til dæmis flutninga- og geymslukostnaði. Aðeins 5 pund (800 ISK) hjálpa Fare Share að fæða 20 börn utan skólatíma.

„Við viljum biðja fyrirtæki í matariðnaði að senda okkur alla þá fæðu sem þau mögulega geta á þessum erfiðu tímum."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner