fös 20. mars 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Neville vill fótboltahátíð - Ensku liðin gætu spilað níu daga í röð
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur Sky, hefur komið með áhugaverða lausn til að klára ensku úrvalsdeildina. Neville vill slá upp fótboltahátíð á Englandi þegar kórónaveiran fer að hafa minni áhrif. Hann segir lið geta spilað níu daga í röð til að klára síðustu níu umferðirnar.

„Það síðasta sem ég hef áhyggjur af er að ganga frá leikjunum," sagði Neville.

„Ef að leikmenn verða að spila á hverjum degi í níu daga til að klára ensku úrvalsdeildina í versta falli þá gera þeir það því að þeir myndu búa til fótboltahátíð úr því."

„Þetta yrði eitthvað stórkostlegt. Fótboltinn getur komið með von og ánægju fyrir landsmenn þegar þessari krísu lýkur loksins."

„Að búa til fótboltahátíð þar sem deildin klárast á tveimur vikum, Meistaradeildin klárast á viku og enski bikarinn á fjórum dögum, það yrði eitthvað sérstakt."

Athugasemdir
banner
banner
banner