Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Sögulegur áfangi hjá Ronaldo
Mynd: EPA
Mesti markaskorari heims, Cristiano Ronaldo, náði sögulegum áfanga er hann byrjaði í liði portúgalska landsliðsins gegn Dönum á Parken í kvöld.

Ronaldo, sem er fertugur, er að spila 217. landsleik sinn á ferlinum en þjóðirnar eru að eigast við í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.

Það merkilega við þennan leik er að Ronaldo er að spila landsleik 22. árið í röð og er fyrstur allra til að afreka það fyrir portúgalska landsliðið.

Langlífur landsliðsferill hjá Ronaldo sem setur stefnuna á að fara með liðinu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári og um leið bæta við markareikninginn til að ná hinu markmiði sínu, sem er jú að skora 1000 mörk.

Ronaldo er markahæsti leikmaður A-deildar Þjóðadeildarinnar þetta árið með fimm mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner