Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Höjlund hetjan gegn Portúgal og fagnaði að hætti Ronaldo - Króatía vann Frakkland
Rasmus Höjlund
Rasmus Höjlund
Mynd: EPA
Mikel Merino skoraði jöfnunarmark Spánverja
Mikel Merino skoraði jöfnunarmark Spánverja
Mynd: EPA
Danmörk, Króatía og Þýskaland unnu öll fyrri leikinn í 8-liða úrslitum A-deildar Þjóðadeildarinnar í kvöld. Mikel Merino gerði þá jöfnunarmark Spánverja í 2-2 jafnteflinu gegn Hollendingum De Kuip-vellinum í Rotterdam.

Króatar unnu Frakka, 2-0. Heimamenn í Króatíu fengu dauðafæri til að komast yfir á 8. mínútu eftir að Ibrahima Konate handlék boltann í teignum.

Mike Maignan varði vítaspyrnu Andrej Kramaric nokkuð örugglega. Ante Budimir og Ivan Perisic skoruðu báðir fyrir Króata í fyrir hálfleiknum. Mikill léttir fyrir Kramaric.

Flott veganesti í síðari leikinn sem er spilaður í Frakklandi.

Danir unnu 1-0 sigur á Portúgal á Parken. United-mennirnir Christian Eriksen og Rasmus Höjlund voru í sviðsljósinu, en Eriksen lét Diogo Costa verja vítaspyrnu frá sér á 25. mínútu á meðan Höjlund kom inn af bekknum í síðari og skoraði sigurmarkið. Ekki var það nóg heldur tók hann fagnið hans Cristiano Ronaldo

Höjlund að skora annan leikinn í röð eftir að hafa gengið í gegnum mikla markaþurrð með United.

Leon Goretzka skoraði sigurmark Þjóðverja í 2-1 sigri á Ítalíu með skalla eftir hornspyrnu.

Holland og Spánn gerðu 2-2 jafntefli í Rotterdam. Nico Williams kom Spánverjum yfir á 9. mínútu en Liverpool-maðurinn Cody Gakpo jafnaði tuttugu mínútum síðar.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega er Tijani Reijnders skoraði með skoti í fjærhornið eftir laglega sendingu Jeremie Frimpong.

Jorrel Hato, einn efnilegasti varnarmaður heims, var rekinn af velli í liði Hollendinga á 82. mínútu og gátu Spánverjar nýtt sér liðsmuninn á lokamínútunum er Mikel Merino hirti frákast eftir skot Nico Williams.

Á sunnudag kemur síðan í ljós hvaða lið munu spila í undanúrslitum keppninnar.

Króatía 2 - 0 Frakkland
0-0 Andrej Kramaric ('8 , Misnotað víti)
1-0 Ante Budimir ('26 )
2-0 Ivan Perisic ('45 )

Danmörk 1 - 0 Portúgal
0-0 Christian Eriksen ('24 , Misnotað víti)
1-0 Rasmus Hojlund ('78 )

Ítalía 1 - 2 Þýskaland
1-0 Sandro Tonali ('9 )
1-1 Tim Kleindienst ('49 )
1-2 Leon Goretzka ('76 )

Holland 2 - 2 Spánn
0-1 Nico Williams ('9 )
1-1 Cody Gakpo ('28 )
2-1 Tijani Reijnders ('46 )
2-2 Mikel Merino ('90 )
Rautt spjald: Jorrel Hato, Netherlands ('82)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner