
Úlfur Blandon mætti hress og jákvæður í viðtal eftir 2-0 sigur Vals gegn Fylkis í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik náðu Valsmenn tveimur mörkum inn í seinni hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik náðu Valsmenn tveimur mörkum inn í seinni hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 2 Valur
„Við erum ánægðar með öll stig sem við náum í. Við vorum alveg rólegar og vitum hvað við getum í fótbolta. Við ætluðum að klára þennan leik og við gerðum það vel í dag," sagði Úlfur sem var sammála því að þetta hafi tekið sinn tíma að ná inn fyrsta markinu.
„Þegar það er pressa á liðinu að gera einhverja hluti þá tekur það einhvern tíma. Við vorum alveg þolinmóðar og ég var nánast ekkert stressaður um að markið myndi koma."
„Ég held að við höfum fengið ansi mörg dauðafæri. Við skoruðum tvö og það var nóg í dag," sagði Úlfur sem er bjartsýnn fyrir framhaldinu.
„Ég sé að minnsta kosti enga svarta tíma. Þú vinnur og þú tapar. Þegar þú vinnur þá þarftu að halda heiðrinum upp og þegar þú tapar þá verður þú að vera fljótur að jafna þig fyrir næsta leik. Það hefur ekkert breyst í fótbolta. Við erum glaðar og jákvæðar og það er gaman í Val. Það er ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur," sagði Úlfur að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir