Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 20. maí 2021 08:45
Elvar Geir Magnússon
Ings orðaður við Man Utd - Kane vill fara til City
Powerade
Danni Ings.
Danni Ings.
Mynd: Getty Images
Harry Kane til Manchester City?
Harry Kane til Manchester City?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Ings, Kane, Sancho, Ramsey, Griezmann, Mount, Flick og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United gæti reynt að fá enska sóknarmanninn Danny Ings (28) frá Southampton í sumar til að auka breiddina í sóknarlínunni. (Telegraph)

Harry Kane (27) vill helst fara til Manchester City en hann hyggst yfirgefa Tottenham í sumar. Kane telur sig vera með munnlegt samkomulag um að mega fara eftir tímabilið. (Times)

Manchester City hefur áhuga á að fá Kane og ætlar í viðræður við Tottenham. (Guardian)

Manchester United er tilbúð að láta Tottenham fá Anthony Martial (25) og Jesse Lingard (28) til að ná samkomulagi um að fá Kane á Old Trafford. (Football Insider)

Chelsea hefur gert 80 milljóna punda tilboð í enska vængmanninn Jadon Sancho (21) hjá Borussia Dortmund en mun fá samkeppni frá Manchester United. (Sun)

Edin Terzic, bráðabirgðastjóri Borussia Dortmund, kemur til greina sem næsti stjóri Tottenham. (Bild)

Mörg félög í Evrópu; þar á meðal Tottenham, Chelsea, Borussia Dortmund og AC Milan, vilja fá markvörðinn Dean Henderson (24) frá Manchester United. (Sky Sports)

Liverpool íhugar að reyna að fá Aaron Ramsey (30), miðjumann Wales og Juventus, í sumar. (Tutto Juve)

Franski U21 landsliðsmiðjumaðurinn Aurelien Tchouameni (21) er orðaður við Chelsea. (Goal)

Barcelona hefur áhuga á að ráða Hansi Flick (56) sem er á útleið hjá Bayern München. Flick hefur sterklega verið orðaður við þýska landsliðsþjálfarastarfið. (RAC1)

Samningur miðjumannsins Georginio Wijnaldum (30) við Liverpool rennur út í sumar. Vonir Hollendingsins um að ganga í raðir Barcelona á frjálsri sölu gætu orðið að engu ef Ronald Koeman verður rekinn. (Football Insider)

Barcelona er tilbúið að hlusta á tilboð í Antoine Griezmann (30) til að létta á fjárhagsstöðu félagsins. (Marca)

Griezmann gæti gengið aftur í raðir Atletico Madrid í skiptisamningi sem gerir að verkum að Joao Felix fer til Barca. (Sport)

Frank Lampard segir að Mason Mount (22) minni sig á sjálfan sig sem leikmann. Hann telur að Mount sé framtíðarfyrirliði Chelsea. (Telegraph)

Jose Mourinho og Roma eru í kjörstöðu til að fá Andrea Belotti (27) frá Torino. AC Milan hefur einnig áhuga en Olivier Giroud er ofar á þeirra óskalista. Samningur Giroud við Chelsea rennur út í sumar. (Calcio Mercato)

Everton og Arsenal hafa áhuga á Emerson Royal (22), brasilíska varnarmanninum hjá Real Betis. Leikmaðurinn er á láni frá Barcelona en erfitt er fyrir hann að koma sér inn í myndina á Nývangi. (Sport)

Franski vængmaðurinn Allan Saint-Maximin hjá Newcastle segir að félagið eigi að kaupa lánsmanninn Joe Willock (21) frá Arsenal. (Sky Sports)

Southampton hefur áhuga á albanska markverðinum Thomas Strakosha (26) hjá Lazio. (La Repubblica)

Skoski sóknarmaðurinn Jordan Rhodes (31) er á leið til Huddersfield á frjálsri sölu frá Sheffield Wednesday. (Football Insider)

Leeds United og West Ham ætla að fara í samkeppni við Inter, Roma og Napoli um miðjumanninn Nahitan Nandez (25), úrúgvæskan miðjumann Cagliari sem er metinn á 30 milljónir punda. Nandez er samningsbundinn Cagliari til 2024. (Correire dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner