fim 20. maí 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kalli í nárameiðslum - Erlendu leikmennirnir á réttri leið
Ólafur Karl Finsen
Ólafur Karl Finsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Magnus Anbo, Oscar Borg og Ólafur Karl Finsen eru að glíma við meiðsli í liði Stjörnunnar. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í stöðuna á þeim í viðtali eftir leikinn gegn ÍA á mánudag.

Viðtalið við Todda má sjá í heild hér að neðan.

„Óli Kalli lenti í nárameiðslum, Magnus tognaði á æfingu fyrir tveimur vikum og er að koma til. Verður væntanlega með okkur flljótlega," sagði Toddi.

„Að sama skapi er Oscar á réttri leið en er ekki orðinn heill."

Halldór Orri Björnsson hefur einnig verið fjarri góðu gamni í liði Stjörnunnar.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Breiðabliki á morgun.
Toddi: Eitthvað sem maður þarf að sætta sig við
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner