banner
   lau 20. maí 2023 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert að því að spila í Evrópudeildinni - „Getum ekki sagt að þetta sé í lagi“
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Firmino fer í sumar en hann kvaddi Anfield með marki
Firmino fer í sumar en hann kvaddi Anfield með marki
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafnteflið gegn Aston Villa á Anfield i dag en það er útlit fyrir að liðið spili í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Jafnteflið gerir ekki mikið fyrir Liverpool í Meistaradeildarbaráttunni.

Til þess að liðið eigi möguleika á að komast í Meistaradeild þarf Manchester United og Newcastle að tapa báðum leikjum sínum og Liverpool þarf þá að vinna Southampton.

„Í fyrri hálfleik var þetta svolíitð erilsamt, þetta var of mikið og of hratt. Þeir fengu vítaspyrnu og klúrðuðu henni en skora svo mark. Það varð ljóst að við þurftum að elta og við gerðum það mjög vel.“

„Það sást að Aston Villa væri búið á því en þeir voru samt með nóg af mönnum. Það gerði okkur erfitt fyrir en þetta endaði jafnt sem hjálpar okkur ekki en líklega sanngjörn úrslit.“

„Ég spurði dómarann. Þetta er huglæg ákvörðun því honum fannst að boltanum hafi ekki verið spilað viljandi en ég er með aðra skoðun á því.“


Roberto Firmino og James Milner spiluðu sinn síðasta heimaleik fyrir félagið í dag en þeir yfirgefa Liverpool í sumar. Firmino gerði jöfnunarmark Liverpool. Stuðningsmenn kvöddu þá ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita, en þeir tveir voru ekki með í dag.

„Mér fannst báðir strákarnir sem spiluðu í dag sýna það á 20 mínútunum hverjir þeir eru, af hverju við elskum þá og hvað önnur félög geta búist við af þeim þegar þau fá þá. Ákefðin og eldmóðurinn sem Milner kemur með og svo er Bobby vara frábær fótboltamaður á milli línanna. Við munum sakna þeirra en flestar góðar sögur taka enda. Þessi saga er ekki kláruð, ekki að eilífu að minnsta kosti, en fótboltalega séð þá er þetta búið.“

Leikmenn Aston Villa gerðu allt til þess að sóa tíma í leiknum og telur Klopp að þetta sé málefni sem þarf að ræða.

„Ég held að það hefði alveg verið í lagi að bæta 15 mínútum við venjulegan leiktíma. Við verðum að tala um þetta. Þegar Sevilla var 2-1 yfir gegn Juventus í Evrópudeildinni þá yfirgáfu boltastrákarnir landið. Þetta var einnig ótrúlegt í leik Leverkusen gegn Roma. Við verðum að reyna að finna lausn og í dag var þetta alveg á mörkunum. Við sjáum öll það sama og verðum alla vega að ræða þessi mál á rétta vegu. Við þurfum að fina lausn því þetta er ekki frábært fyrir fótboltann. Við getum ekki bara sagt að þetta sé í lagi,“ sagði Klopp.

Liverpool mun líklega spila í Evrópudeild á næsta tímabili en Klopp er sáttur við það.

„Það er bara í fínasta lagi að fara í Evrópudeildina. Sjáum hvað við getum gert. Við gerum þetta að okkar keppni. Ég er ekki það dekraður og það að við erum þegar komnir í Evrópueildina er ótrúlegt með öll þessi lið sem hafa verið í baráttunni. Það er ótrúlega erfitt en við náðum því og það er gott mál,“ sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner