Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
   fim 20. júní 2013 22:24
Hafliði Breiðfjörð
Logi: Róbert í marki FH kom í veg fyrir að þetta væri stærra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður með þetta sérstaklega því við gerðum smá mistök í aukaspyrnunni í byrjun leiks," sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnunnar eftir 3-1 sigur á FH í Borgunarbikarnum í kvöld.

,,Við náum að jafna og komast yfir og það sýnir að það er kraftur og vilji í okkar liði og greinilega fótboltageta líka."

,,Það sem ég vil að einkenni okkur er að við svona mótlæti vaxi menn og taki á málunum. Það gerðum við svo sannarlega og vorum hér yfir í hálfleik eftir að hafa náð að lagfæra aðeins. Mér fannst þeirra miðjumenn svolítið lausir og við náðum að lagfæra það. Við fórum yfir ákveðin atriði á æfingu í gær og mér fannst þau ganga vel."

,,Á móti FH er ekkert um annað að ræða en að spila virkilega góðan varnarleik og það sem við vorum helst að klikka á og gerði FH auðveldara fyrir er að við vorum með mjög lélegar sendingar í fyrri hálfleik inni á miðjunni þar sem við misstum boltann. Þeir eru með besta lið landsins í að snúa vörn í sókn en við náðum að lagfæra þetta."

,,Við vinnum í öllum þáttum leiksins hvort sem það sé vörn eða sókn og ég held að það hafi sýnt sig að við spilum ágætis vörn frá fremsta mani til aftasta og sköpum færi. Ef ekki hefði verið fyrir Róbert í marki FH þá hefði þetta verið stærra."

Nánar er rætt við Loga í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir