Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 20. júní 2021 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar ætlar ekki að fara að munnhöggvast við Arnar Svein
Arnar Sveinn í leik með Blikum.
Arnar Sveinn í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Breiðablik, hefur verið óhræddur um að tala um sitt gamla félag í hlaðvarpsþættinum Dr Football upp á síðkastið.

Núna síðast kallaði hann Breiðablik „Tottenham Íslands".

Sjá einnig:
Arnar segir Óskar þurfa að kyngja stoltinu - „Algjör skandall"

Eftir 4-0 sigur á FH í kvöld var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, spurður að því hvað honum finnst um að Arnar sé að tjá sig opinberlega um Breiðablik og gagnrýna félagið.

„Ég ætla ekki að munnhöggvast við Arnar Svein Geirsson. Hann verður að hafa sínar skoðanir og lifa með þeim," sagði Óskar Hrafn en allt viðtalið við hann má sjá hér að neðan.
Óskar Hrafn: Fylgdum eftir góðum leik gegn Val
Athugasemdir
banner