Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 20. júní 2022 22:02
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Haukur Gunnarsson

„Ánægður með að ná inn jöfnunarmarki í restina, við vorum búnir að herja á þá hérna nánast allan leikinn, fengum að stýra leiknum sem þeir leyfðu okkur. Eftir að þeir skoruðu markið sitt þá lögðust þeir bara niður og ætluðu að reyna beita skyndisóknum þannig ég er ánægður að eftir að hafa brennt af vítaspyrnu að ná inn jöfnunarmarki í restina, tapa ekki leiknum, ná í stig og halda áfram á þessari vegferð sem við erum," voru fyrstu viðbrögð Rúnars Kristinssonar þjálfara KR eftir jafnteflið á Samsungvellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar fannst Stjarnan stýra leiknum í kvöld þrátt fyrir að KR hafi haldið mun meira í boltann og skapað sér mun fleiri færi. 

„Þú getur stýrt leiknum þó þú liggir til baka eins og hann gerði. Ég skil hvað hann er að fara en ef þú hugsar um stýra leiknum sóknarlega, sækja á markið og reyna búa til mörk. Við vorum að reyna vinna leikinn allan tíman. Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum með því að liggja til baka og beita skyndisóknum, það er bara gott og vel og það er leikaðferð sem margir beita og heppnast oft bara mjög vel."

„Þeir voru mjög nálægt því í dag en sem betur fer fyrir okkur þá náðum við að jafna þrátt fyrir að hafa brennt af þessu víti þá héldu menn haus, sýndu mikin karakter og kláruðu leikinn. Ég hefði vilja eina - tvær sóknir í viðbót eftir að við jöfnuðum til að eiga möguleika að stela þessu."

KR með sigri hefði geta jafnað Stjörnuna af stigum og komist nær pakkanum á toppi deildarinnar.

„Við förum í alla fótboltaleiki til að vinna. KR reynir það alltaf og ég reyni það alltaf sem þjálfari sama hvort ég sé að spila hér eða í Vesturbænum eða annarstaðar þá viljum við alltaf reyna vinna og leggja leikinn upp þannig. Það sést hér í dag að við erum sókndjarfir, við erum með marga menn frammi og reynum ýmsar taktískar breytingar til að knýja fram sigur og við munum bara halda því áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 
Athugasemdir