Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 20. júní 2022 22:02
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Haukur Gunnarsson

„Ánægður með að ná inn jöfnunarmarki í restina, við vorum búnir að herja á þá hérna nánast allan leikinn, fengum að stýra leiknum sem þeir leyfðu okkur. Eftir að þeir skoruðu markið sitt þá lögðust þeir bara niður og ætluðu að reyna beita skyndisóknum þannig ég er ánægður að eftir að hafa brennt af vítaspyrnu að ná inn jöfnunarmarki í restina, tapa ekki leiknum, ná í stig og halda áfram á þessari vegferð sem við erum," voru fyrstu viðbrögð Rúnars Kristinssonar þjálfara KR eftir jafnteflið á Samsungvellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar fannst Stjarnan stýra leiknum í kvöld þrátt fyrir að KR hafi haldið mun meira í boltann og skapað sér mun fleiri færi. 

„Þú getur stýrt leiknum þó þú liggir til baka eins og hann gerði. Ég skil hvað hann er að fara en ef þú hugsar um stýra leiknum sóknarlega, sækja á markið og reyna búa til mörk. Við vorum að reyna vinna leikinn allan tíman. Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum með því að liggja til baka og beita skyndisóknum, það er bara gott og vel og það er leikaðferð sem margir beita og heppnast oft bara mjög vel."

„Þeir voru mjög nálægt því í dag en sem betur fer fyrir okkur þá náðum við að jafna þrátt fyrir að hafa brennt af þessu víti þá héldu menn haus, sýndu mikin karakter og kláruðu leikinn. Ég hefði vilja eina - tvær sóknir í viðbót eftir að við jöfnuðum til að eiga möguleika að stela þessu."

KR með sigri hefði geta jafnað Stjörnuna af stigum og komist nær pakkanum á toppi deildarinnar.

„Við förum í alla fótboltaleiki til að vinna. KR reynir það alltaf og ég reyni það alltaf sem þjálfari sama hvort ég sé að spila hér eða í Vesturbænum eða annarstaðar þá viljum við alltaf reyna vinna og leggja leikinn upp þannig. Það sést hér í dag að við erum sókndjarfir, við erum með marga menn frammi og reynum ýmsar taktískar breytingar til að knýja fram sigur og við munum bara halda því áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 
Athugasemdir
banner
banner