Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 20. júní 2022 22:02
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Haukur Gunnarsson

„Ánægður með að ná inn jöfnunarmarki í restina, við vorum búnir að herja á þá hérna nánast allan leikinn, fengum að stýra leiknum sem þeir leyfðu okkur. Eftir að þeir skoruðu markið sitt þá lögðust þeir bara niður og ætluðu að reyna beita skyndisóknum þannig ég er ánægður að eftir að hafa brennt af vítaspyrnu að ná inn jöfnunarmarki í restina, tapa ekki leiknum, ná í stig og halda áfram á þessari vegferð sem við erum," voru fyrstu viðbrögð Rúnars Kristinssonar þjálfara KR eftir jafnteflið á Samsungvellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar fannst Stjarnan stýra leiknum í kvöld þrátt fyrir að KR hafi haldið mun meira í boltann og skapað sér mun fleiri færi. 

„Þú getur stýrt leiknum þó þú liggir til baka eins og hann gerði. Ég skil hvað hann er að fara en ef þú hugsar um stýra leiknum sóknarlega, sækja á markið og reyna búa til mörk. Við vorum að reyna vinna leikinn allan tíman. Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum með því að liggja til baka og beita skyndisóknum, það er bara gott og vel og það er leikaðferð sem margir beita og heppnast oft bara mjög vel."

„Þeir voru mjög nálægt því í dag en sem betur fer fyrir okkur þá náðum við að jafna þrátt fyrir að hafa brennt af þessu víti þá héldu menn haus, sýndu mikin karakter og kláruðu leikinn. Ég hefði vilja eina - tvær sóknir í viðbót eftir að við jöfnuðum til að eiga möguleika að stela þessu."

KR með sigri hefði geta jafnað Stjörnuna af stigum og komist nær pakkanum á toppi deildarinnar.

„Við förum í alla fótboltaleiki til að vinna. KR reynir það alltaf og ég reyni það alltaf sem þjálfari sama hvort ég sé að spila hér eða í Vesturbænum eða annarstaðar þá viljum við alltaf reyna vinna og leggja leikinn upp þannig. Það sést hér í dag að við erum sókndjarfir, við erum með marga menn frammi og reynum ýmsar taktískar breytingar til að knýja fram sigur og við munum bara halda því áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 
Athugasemdir
banner