Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 20. júní 2022 22:02
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Haukur Gunnarsson

„Ánægður með að ná inn jöfnunarmarki í restina, við vorum búnir að herja á þá hérna nánast allan leikinn, fengum að stýra leiknum sem þeir leyfðu okkur. Eftir að þeir skoruðu markið sitt þá lögðust þeir bara niður og ætluðu að reyna beita skyndisóknum þannig ég er ánægður að eftir að hafa brennt af vítaspyrnu að ná inn jöfnunarmarki í restina, tapa ekki leiknum, ná í stig og halda áfram á þessari vegferð sem við erum," voru fyrstu viðbrögð Rúnars Kristinssonar þjálfara KR eftir jafnteflið á Samsungvellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar fannst Stjarnan stýra leiknum í kvöld þrátt fyrir að KR hafi haldið mun meira í boltann og skapað sér mun fleiri færi. 

„Þú getur stýrt leiknum þó þú liggir til baka eins og hann gerði. Ég skil hvað hann er að fara en ef þú hugsar um stýra leiknum sóknarlega, sækja á markið og reyna búa til mörk. Við vorum að reyna vinna leikinn allan tíman. Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum með því að liggja til baka og beita skyndisóknum, það er bara gott og vel og það er leikaðferð sem margir beita og heppnast oft bara mjög vel."

„Þeir voru mjög nálægt því í dag en sem betur fer fyrir okkur þá náðum við að jafna þrátt fyrir að hafa brennt af þessu víti þá héldu menn haus, sýndu mikin karakter og kláruðu leikinn. Ég hefði vilja eina - tvær sóknir í viðbót eftir að við jöfnuðum til að eiga möguleika að stela þessu."

KR með sigri hefði geta jafnað Stjörnuna af stigum og komist nær pakkanum á toppi deildarinnar.

„Við förum í alla fótboltaleiki til að vinna. KR reynir það alltaf og ég reyni það alltaf sem þjálfari sama hvort ég sé að spila hér eða í Vesturbænum eða annarstaðar þá viljum við alltaf reyna vinna og leggja leikinn upp þannig. Það sést hér í dag að við erum sókndjarfir, við erum með marga menn frammi og reynum ýmsar taktískar breytingar til að knýja fram sigur og við munum bara halda því áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 
Athugasemdir
banner