Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 20. júní 2023 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo: Takk Ísland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Cristiano Ronaldo var virkilega stoltur af því að skora sigurmark Portúgals gegn Íslandi í kvöld í 200. landsleiknum á ferlinum. Enginn hefur spilað fleiri landsleiki en hann.


Það birtist viðtal við hann á Twitter síðu EM2024 þar sem hann þakkaði Íslandi fyrir að gera stundina einstaka. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ færði honum blómvönd fyrir leikinn.

„Ég er svo ánægður, ég átti aldrei von á því að ná 200 landsleikjum, það er magnað afrek. Það er frábært að ná Guinness World Record. Það sem gerir þetta enn einstakara var að skora sigurmarkið," sagði Ronaldo.

„Ég vil þakka öllum á vellinum, fólkinu á Íslandi og stuðningsmönnunum fyrir að búa til þessa veislu fyrir mig."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner