Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 15:03
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Stjarnan fyrsta íslenska félagið til að vinna Gothia Cup
Sigurlið Stjörnunnar.
Sigurlið Stjörnunnar.
Mynd: Stjarnan
Strákarnir í 3. flokk Stjörnunnar urðu fyrstir Íslendinga til að hreppa gullverðlaun á Gothia Cup mótinu í Svíþjóð.

Stjarnan vann IFK Haninge 3-0 í úrslitaleiknum en fram að því hafði Haninge ekki fengið mark á sig á mótinu.

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði tvennu og gerði Adolf Daði Birgisson eitt mark. Óli Valur Ómarsson var þá valinn maður leiksins samkvæmt frétt frá Vísi.

Í heildina tóku 1700 lið þátt í Gothia Cup, 222 lið kepptu í aldursflokkinum U15 þar sem Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari.

Í fyrra tapaði Stjarnan úrslitaleiknum gegn Akademia Piłkarska TOP 54 frá Póllandi á meðan kvennalið Vals tapaði í U16 flokki gegn norska liðinu Tiller.

Margir öflugir leikmenn vöktu fyrst athygli á sér á Gothia Cup. Þar má nefna Andrea Pirlo, Ze Roberto og Emmanuel Adebayor sem dæmi.
Athugasemdir
banner
banner
banner