HK fékk Vestra í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 1-1 í baráttuleik. Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Vestri
„Hundfúlt, við komum inn í þennan leik með því markmiði að vinna hann, hundfúlt að það hafi ekki tekist. Leiðinlegt aftur á móti Vestra í sumar að við gefum þeim dauðafæri.
„Þegar þetta er markið sem þú færð á þig og mér fannst við ekki fá mikið af færum á okkur þá er það mjög svekkjandi."
Arnar Freyr markvörður HK var borinn af velli í dag.
„Það halda flestallir sem hafa séð hann og talað við hann að hann hafi slitið hásin."
„Ég plataði Beiti til að skipta í vor. En að hann sé tilbúinn til að klára tímabilið með okkur á gamals aldri og ekki búinn að æfa í nokkur ár efast ég um.
Ég held við verðum klárlega að skoða að bæta við okkur markmanni ef að við getum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir