Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   lau 20. júlí 2024 15:02
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Tvö rauð er ÍBV sigraði Dalvíkinga
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Oliver Heiðarsson ('11)
Rautt spjald: Hermann Þór Ragnarsson, ÍBV ('42)
Rautt spjald: Matheus Bissi Da Silva, Dalvík ('90)

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  0 Dalvík/Reynir

ÍBV tók á móti Dalvík/Reyni í fyrsta leik dagsins í Lengjudeild karla og náðu heimamenn forystunni snemma leiks, þegar Oliver Heiðarsson skoraði á elleftu mínútu.

Felix Örn Friðriksson vann boltann þá hátt uppi á vellinum og átti gott skot sem var varið, en Oliver var fljótur að hugsa og fylgdi eftir.

Það var lítið sem ekkert að frétta út fyrri hálfleikinn, allt þar til Hermann Þór Ragnarsson fékk beint rautt spjald fyrir að sparka Rúnar Helga Björnsson niður á 42. mínútu.

Dalvíkingar fengu dauðafæri skömmu síðar en Hjörvar Daði Arnarsson varði vel til að halda 1-0 forystu í leikhlé.

Tíu Eyjamenn gerðu vel að halda forystunni í síðari hálfleik en gestirnir úr Dalvík ógnuðu ekki mikið.

Undir lok leiksins fékk Matheus Bissi Da Silva að líta tvö gul spjöld með stuttu millibili. Hann braut fyrst af sér og fékk réttilega gult spjald fyrir en var ekki sáttur þegar spjaldið fór á loft og brást illa við, sem endaði í öðru gulu spjaldi.

Lokatölur 1-0 fyrir ÍBV og eru Eyjamenn í flottri stöðu í toppbaráttu Lengjudeildarinnar, þar sem þeir sitja í þriðja sæti með 22 stig úr 13 umferðum.

Dalvík situr áfram á botni deildarinnar með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner