Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 20. ágúst 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Besti leikur okkar á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur, þetta var fyrir Hemma liðsstjórann okkar, við vitum hvað það þýðir. Frá fyrstu mínútu vorum við frábærar. Þetta var okkar besti leikur á tímabilinu." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 sigur á Þrótti í Bestu deild Kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Breiðablik

Breiðabliksliðið var í raun eina liðið á vellinum í fyrri hálfleik og var munurinn síst of stór þegar flautað var til hálfleiks.

„Við unnum boltann alltaf strax til baka þegar við misstum hann. Það hefði verið auðvelt að mæta hérna og leggja sig ekki alla fram eftir tapið í bikarúrslitaleiknum. Það var mikilvægt að ná markinu rétt fyrir hálfleik og við áttum það skilið."

Samantha Smith lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Blika eftir að hafa komið frá FHL við gluggalok. Hún var allt í öllu og var best á vellinum.

„Hún gerði allt sem ég vonaðist til og átti þátt í öllum mörkunum. Hún var frábær eins og margar aðrar í dag, fótboltinn sem við spiluðum var mjög góður og ég er glaður að hún byrji vel og hún getur tekið það sem veganesti fyrir lok tímabilsins"

Enn og aftur unnu Blikar og Valur sína leiki og munurinn er eitt stig Val í vil, allir leikir héðan í frá eru hálfgerðir úrslitaleikir.

„Ég lít á það svoleiðis. Við mættum hér í dag gegn góðu liði og gerðum það sem við þurftum. Framundan er erfiður leikur við Víking á sunnudaginn. Sex leikir eftir og við þurfum að vinna þá alla."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner