Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
banner
   þri 20. ágúst 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Besti leikur okkar á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur, þetta var fyrir Hemma liðsstjórann okkar, við vitum hvað það þýðir. Frá fyrstu mínútu vorum við frábærar. Þetta var okkar besti leikur á tímabilinu." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 sigur á Þrótti í Bestu deild Kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Breiðablik

Breiðabliksliðið var í raun eina liðið á vellinum í fyrri hálfleik og var munurinn síst of stór þegar flautað var til hálfleiks.

„Við unnum boltann alltaf strax til baka þegar við misstum hann. Það hefði verið auðvelt að mæta hérna og leggja sig ekki alla fram eftir tapið í bikarúrslitaleiknum. Það var mikilvægt að ná markinu rétt fyrir hálfleik og við áttum það skilið."

Samantha Smith lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Blika eftir að hafa komið frá FHL við gluggalok. Hún var allt í öllu og var best á vellinum.

„Hún gerði allt sem ég vonaðist til og átti þátt í öllum mörkunum. Hún var frábær eins og margar aðrar í dag, fótboltinn sem við spiluðum var mjög góður og ég er glaður að hún byrji vel og hún getur tekið það sem veganesti fyrir lok tímabilsins"

Enn og aftur unnu Blikar og Valur sína leiki og munurinn er eitt stig Val í vil, allir leikir héðan í frá eru hálfgerðir úrslitaleikir.

„Ég lít á það svoleiðis. Við mættum hér í dag gegn góðu liði og gerðum það sem við þurftum. Framundan er erfiður leikur við Víking á sunnudaginn. Sex leikir eftir og við þurfum að vinna þá alla."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner