PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 20. ágúst 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Besti leikur okkar á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur, þetta var fyrir Hemma liðsstjórann okkar, við vitum hvað það þýðir. Frá fyrstu mínútu vorum við frábærar. Þetta var okkar besti leikur á tímabilinu." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 sigur á Þrótti í Bestu deild Kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Breiðablik

Breiðabliksliðið var í raun eina liðið á vellinum í fyrri hálfleik og var munurinn síst of stór þegar flautað var til hálfleiks.

„Við unnum boltann alltaf strax til baka þegar við misstum hann. Það hefði verið auðvelt að mæta hérna og leggja sig ekki alla fram eftir tapið í bikarúrslitaleiknum. Það var mikilvægt að ná markinu rétt fyrir hálfleik og við áttum það skilið."

Samantha Smith lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Blika eftir að hafa komið frá FHL við gluggalok. Hún var allt í öllu og var best á vellinum.

„Hún gerði allt sem ég vonaðist til og átti þátt í öllum mörkunum. Hún var frábær eins og margar aðrar í dag, fótboltinn sem við spiluðum var mjög góður og ég er glaður að hún byrji vel og hún getur tekið það sem veganesti fyrir lok tímabilsins"

Enn og aftur unnu Blikar og Valur sína leiki og munurinn er eitt stig Val í vil, allir leikir héðan í frá eru hálfgerðir úrslitaleikir.

„Ég lít á það svoleiðis. Við mættum hér í dag gegn góðu liði og gerðum það sem við þurftum. Framundan er erfiður leikur við Víking á sunnudaginn. Sex leikir eftir og við þurfum að vinna þá alla."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner