Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   fös 20. september 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Liverpool fer á Stamford Bridge
Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina en stærsti leikur helgarinnar er leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge.

Umferðin hefst á leik Southampton og Bournemout í kvöld en liðin eigast við klukkan 19:00 á St. Mary's leikvanginum.

Brendan Rodgers og lærisveinar hans í Leicester City hafa byrjað leiktíðina ágætlega en fá verðugt verkefni gegn Tottenham Hotspur á King Power-leikvanginum í Leicester.

Manchester City tapaði fyrir Norwich í síðustu umferð og vill liðið bæta upp fyrir það gegn vængbrotnu liði Watford. Liðið vann Watford 6-0 í úrslitaleik FA-bikarsins á síðasta tímabili.

Gylfi Þór Sigurðsson og hans menn í Everton mæta nýliðum Sheffield United og þá mætir Burnley spútnikliði Norwich City á sama tíma.

Manchester United er búið að halda hreinu í síðustu tveimur leikjum sínum en liðið mætir West Ham á London-leikvanginum á meðan Crystal Palace spilar gegn Wolves.

Klukkan 15:30 spilar þá Chelsea gegn LIverpool í stórleik helgarinnar. Liverpool er búið að vinna alla fimm leiki sína í deildinni á meðan Chelsea hefur unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað einum.

Arsenal spilar þá gegn nýliðum Aston Villa á Emirates-leikvanginum.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:00 Southampton - Bournemouth

Laugardagur:
11:30 Leicester - Tottenham
14:00 Man City - Watford
14:00 Everton - Sheffield Utd
14:00 Burnley - Norwich
16:30 Newcastle - Brighton

Sunnudagur:
13:00 West Ham - Man Utd
13:00 Crystal Palace - Wolves
15:30 Chelsea - Liverpool
15:30 Arsenal - Aston Villa
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner