Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 12:05
Elvar Geir Magnússon
Roeselare þakkar stuðningsmönnum sínum
Marco Manzo, framkvæmdastjóri Roeselare.
Marco Manzo, framkvæmdastjóri Roeselare.
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá í gær þá felldi belgískur dómstóll niður gjaldþrotsdóminn sem Roeselare fékk í síðustu viku.

Eigendur félagsins þurfa þó að borga allan málskostnað þar sem stjórnarhættir þess þóttu óábyrgir. Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare.

Lokeren og Roeselare mætast í kvöld en liðin eru saman á botninum í belgísku B-deildinni með 2 stig eftir sex leiki.

Roeselare hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögmönnum félagsins er þakkað fyrir þeirra störf í málinu og framlag í að verja félagið.

Þá er dómstólnum þakkað fyrir að taka fljótt á málinu og sýna stöðu félagsins skilning.

Einnig er stuðningsmönnum þakkað fyrir þeirra stuðning og þeim lofað því að allir munu taka höndum saman til að koma Roeselare aftur á beinu brautina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner