Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 20. september 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Forsætisráðherra Spánar um rasismann sem Vinicius varð fyrir
Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, varð fyrir grófu kynþáttaníði í Madrídarslagnum gegn Atletico á sunnudagskvöld.

Hópur áhorfenda hrópaði 'Vinicius er api' og heyrðist það vel á vellinum og var hrópað aftur og aftur. Spænska deildin hefur tilkynnt að málið sé í rannsókn.

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hefur lagt orð í belg.

„Ég er harður stuðningsmaður Atletico Madrid og er afskaplega leiður yfir þessu. Ég reikna með sterku svari frá félaginu og það verði hart tekið á svona hegðun. Ég bið mitt félag um að gera það," segir Sanchez.

Jose Manuel Franco, ráðherra íþróttamála, segir að brugðist verði við þessari hegðun og biðlar til félaga landsins um að standa saman til að stöðva kynþáttaníð í spænskum fótbolta fyrir fullt og allt.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner