Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. október 2019 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Hvort fellur Djurgården eða LB07?
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir og hennar stöllur í Rosengård urðu sænskir meistarar fyrr í dag.

Önnur Íslendingalið voru einnig í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni. Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Djurgården, lék allan leikinn og fékk gult spjald gegn Piteå.

Leikurinn var fjörugur og endaði með 3-3 jafntefli. Djurgården lenti 3-1 undir, en skoraði tvö á síðustu 10 mínútunum og jafnaði leikinn. Mikill karakter Djurgården að ná í það sem gæti reynst mjög, mjög mikilvægt stig.

Guðrún Arnardóttir kom inn á sem varamaður í uppbótartímanum og spilaði síðustu sekúndurnar.

Djurgården er í tíunda sæti, með jafnmörg stig og Limhamn Bunkeflo þegar ein umferð er eftir. Því gæti stigið úr leiknum í dag verið mjög mikilvægt.

Bunkeflo tapaði 3-0 gegn Linköping. Anna Rakel Pétursdóttir var allan tímann á bekknum hjá Linköping, en Andrea Thorisson kom inn hjá LB07 á 78. mínútu.

Það ræðst í lokaumferðinni hvort það verði Djurgården eða Limhamn Bunkeflo falli niður um deild með Kungsbacka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner