Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 15:36
Brynjar Ingi Erluson
Glódís Perla sænskur meistari með Rosengård
Glódís Perla Viggósdóttir hefur verið í lykilhlutverki með Rosengård
Glódís Perla Viggósdóttir hefur verið í lykilhlutverki með Rosengård
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska liðið Rosengård er meistari eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Vittsjö í næst síðustu umferð deildarinnar í dag. Þetta er ellefti titill liðsins frá upphafi.

Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir leikur með Rosengård og hefur spilað lykilhlutverk í liðinu en hún spilaði allan leikinn gegn Vittsjö í dag.

Úrslitin þýða það að Rosengård er með 46 stig þegar ein umferð er eftir, fjórum stigum meira en Gautaborg.

Þetta er fyrsti deildartitill Glódísar frá því hún kom til Rosengård frá Eskilstuna árið 2017.

Glódís hefur tvisvar orðið bikarmeistari með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner