Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 20. október 2020 12:12
Elvar Geir Magnússon
PSG án sterkra leikmanna gegn Man Utd
Thomas Tuchel, stjóri PSG.
Thomas Tuchel, stjóri PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Paris St-Germain verður án öflugra leikmanna þegar liðið mætir Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í frönsku höfuðborginni.

PSG verður án Marco Verratti og Leandro Paredes, sóknarmannsins Mauro Icardi og varnarmannana Thilo Kehrer og Juan Bernat.

Verratti og Paredes eru báðir með vöðvameiðsli og þá er Icardi frá vegna hnévandamála.

En miðvörðurinn Marquinhos og sóknarmiðjumaðurinn Julian Draxler eru byrjaðir að æfa eftir meiðsli og gætu spilað.

Miðjumaðurinn Danilo Pereira, sem er á láni frá Porto, er laus úr sóttkví eftir að hafa umgengist Cristiano Ronaldo, liðsfélaga sinn í portúgalska landsliðinu.

Angel di Maria snýr aftur úr leikbanni og getur mætt sínu fyrrum félagi og þá mun Ander Herrera líklega einnig spila gegn sínum fyrrum samherjum.
Athugasemdir
banner