Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 20. nóvember 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jónas Grani: Stjanað við þessa stráka út og suður
Icelandair
Jónas Grani var á vegum landsliðs Katar í gær.
Jónas Grani var á vegum landsliðs Katar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH, var mættur á vináttulandsleik Íslands og Katar í gær sem sjúkraþjálfari Katar.

Jónas Grani starfar í dag sem sjúkraþjálfari á bæklunar- og íþróttameiðslasjúkrahúsinu Aspetar í Doha í Katar. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá meðhöndlun.

„Það kemur þannig til að ég er að vinna fyrir Aspetar sem er innan Aspire-akademíunnar, sem er hluti af stórri sýn sem Katararnir eru með í tengslum við íþróttir og sérstaklega fótbolta og auðvitað HM 2022 (sem Katar heldur). Það vantaði sjúkraþjálfara og þá var leitað yfir til okkar. Ég tók þessa ferð," sagði Jónas Grani í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Ég fékk þessa ferð út af seinni andstæðingnum. Ég var talinn þola kuldann betur."

Jónas segir að lið Katar hafi spilað betur í gærkvöldi en oft áður. Verður Katar með frambærilegt landslið á HM 2022?

„Það er erfitt að ráða í það, ég þekki það ekki nógu vel. Þeir eru með fínt byrjunarlið en þeir eru með svipað vandamál og við. Það er fljótt að kvarnast úr gæðunum þegar þú þarft að leita út fyrir fyrstu 10, 12 14."

Jónas segir að það sé kannski aðeins of vel séð um leikmenn Katar.

„Það er mjög vel séð um þá, kannski alltof vel. Það ætti að láta þá hafa aðeins meira fyrir hlutunum, fótbolti er bara vinna. Það er stjanað við þessa stráka út og suður og kannski hefur það slæm áhrif," sagði Jónas.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner