Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 11:26
Elvar Geir Magnússon
Fimm sem Mourinho gæti reynt að fá í janúar
Serbinn Nemanja Matic.
Serbinn Nemanja Matic.
Mynd: Getty Images
Dybala, leikmaður Juventus.
Dybala, leikmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var í morgun staðfestur sem nýr stjóri Tottenham.

Hvað mun Mourinho gera í janúarglugganum? Mirror taldi upp fimm leikmenn sem hann gæti horft til.

Nemanja Matic
Ekki alveg nafnið sem stuðningsmenn Tottenham vilja heyra en Mourinho er aðdáandi. Serbinn reynslumikli lék undir hans stjórn hjá Chelsea og Manchester United. Matic er ekki í plönum Ole Gunnar Solskjær

Zlatan Ibrahimovic
Svíinn yfirgaf LA Galaxy nýlega. Hann er að nálgast 40 ára aldurinn en það eru enn töfrar í skónum. Hann og Mourinho ná vel saman og hann gæti komið sem bráðabirgðalausn til að aðstoða Tottenham að klifra upp töfluna.

Paulo Dybala
Tottenham reyndi að fá Argentínumanninn í sumar. Hann býr yfir miklum sköpunarmætti og gæti hjálpað til við að skapa mörk fyrir Harry Kane.

Bruno Fernandes
Stjarna Sporting Lissabon hefur verið orðaður við mörg stór félög utan Portúgal. Hann er metinn á um 65 milljónir punda en Sporting á í fjárhagsörðugleikum.

Nathan Ake
Lið Mourinho eru þekkt fyrir öflugan varnarleik en það hafa verið spurningamerki á því sviði hjá Tottenham. Samningar Toby Alderweireld og Jan Vertonghen renna út í sumar. Ake, 24 ára miðvörður Bournemouth, er ekki fáanlegur á afsláttarverði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner