Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mán 20. nóvember 2023 11:24
Elvar Geir Magnússon
Rifjar upp þegar Arnar gerði út um EM vonir Svía
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sænski íþróttalýsandinn Gustav Karlsson, Gurra, rifjar á samfélagsmiðlinum X upp mark Arnars Gunnlaugssonar í landsleik gegn Svíþjóð árið 1995.

Tilefnið er að Arnar er orðaður við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en Víkingur gaf félaginu leyfi til að ræða við Arnar.

Þetta var leikur í undankeppni EM 1996 en liðin léku á gamla Råsunda þjóðarleikvangnum sem nú hefur verið rifinn.

Svíar höfðu náð í brons á HM í Bandaríkjunum sumarið á undan og unnið 1-0 sigur í fyrri viðureign liðanna í undankeppninni sem fram fór á Laugardalsvellinum.

Arnar Gunnlaugsson skoraði glæsilegt mark á Råsunda beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þriggja mínútna leik. Svíar náðu að jafna leikinn úr vafasamri vítaspyrnu þrettán mínútum síðar en íslenska vörnin hélt út og 1-1 niðurstaðan.

Stigin tvö sem Svíar misstu af áttu stóran þátt í því að þeir komust ekki í sjálfa úrslitakeppnina.


Athugasemdir
banner
banner
banner