Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 17. nóvember 2023 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norrköping búið að hafa samband við Víking
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sænska félagið Norrköping hefur sett sig í samband við Íslands- og bikarmeistara Víkings og fengið leyfi til að ræða við þjálfarann Arnar Gunnlaugsson. Fyrr í þessari viku var greint frá áhuga sænska félagsins á þjálfaranum.

Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Þetta er á algjöru frumstigi, en þeir hafa haft samband og hafa greinilega áhuga," sagði Kári.

Arnar kláraði í síðasta mánuði sitt fimmta tímabil sem þjálfari Víkings og hefur hann náð frábærum árangri með liðið á sínum tíma þar. Alls eru titlarnir sex: tveir Íslandsmeistaratitlar og fjórir bikarmeistaratitlar.

Arnar er samningsbundinn Víkingi, skrifaði fyrir rúmu ári síðan undir þriggja ára samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner