Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   lau 20. desember 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti einbeitir sér að HM með pabba
Mynd: EPA
Davide Ancelotti yfirgaf þjálfarastarfið hjá Botafogo á dögunum eftir ósætti við stjórnendur. Hann er orðaður við ýmis félög í Evrópu en mun líklega ekki taka nýtt starf að sér fyrr en eftir HM næsta sumar.

Fabrizio Romano er meðal fréttamanna sem greina frá þessu og segir að Davide muni starfa náið með föður sínum Carlo Ancelotti á næstu mánuðum.

Hann mun hjálpa pabba að undirbúa brasilíska landsliðið fyrir HM á næsta ári eftir að hafa öðlast mikilvæga reynslu við stjórnvölinn hjá Botafogo.

Rayo Vallecano er meðal félaga sem eru sögð vera áhugasöm um að ráða Davide Ancelotti til starfa, en allt bendir til þess að hann verði ráðinn sem aðstoðarþjálfari brasilíska landsliðsins.
Athugasemdir
banner