Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benoný Breki meiddist eftir fyrsta markið á tímabilinu
Mynd: Stockport County FC
Benoný Breki Andrésson verður frá næstu vikurnar eftir að hafa meiðst í leik með Stockport á dögunum.

Benoný var á skotskónum í sigri liðsins gegn Crewe í neðrideildabikarnum á Englandii þann 3. desember en hann þurfti að fara af velli vegna ökklameiðsla.

Hann hefur ekki verið með liðinu í síðustu þremur leikjum og verður líklega ekki með í næstu fimm leikjum. Búist er við að hann verði klár í slaginn þann 10. janúar þegar liðið mætir Huddersfield í ensku C-deildinni.

Stockport er sem stendur í 6. sæti C-deildarinnar með 32 stig eftir 19 umferðir. Benoný hefur spilað 11 leiki og skorað eitt mark á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner