Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 20. desember 2025 17:35
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Þór svaraði fyrir sig með sigri gegn KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 3 Þór
Mörk KA:
Valdimar Logi Sævarsson (2)

Mörk Þórs:
Ingimar Arnar Kristjánsson
Sverrir Páll Ingason
Sigfús Fannar Gunnarsson

Það hafa nokkrir leikir farið fram í Kjarnafæðismótinu á síðustu dögum og var stórleikur mótsins á meðal þeirra, viðureign KA og Þórs sem var leikin í dag.

Valdimar Logi Sævarsson skoraði bæði mörk KA í naumu tapi gegn nágrönnunum.

Ingimar Arnar Kristjánsson, Sverrir Páll Ingason og Sigfús Fannar Gunnarsson skoruðu mörk Þórs sem vann að lokum með eins marks mun, lokatölur 2-3.

Lengjudeildarmeistarar Þórs töpuðu óvænt gegn KA2 á dögunum en svöruðu fyrir sig með sigri í dag.

Í gærkvöldi hafði KF betur gegn KA3 í Boganum þar sem lokatölur urðu 4-1 fyrir KF. Fyrsta mark leiksins var sérstaklega glæsilegt þegar Ljuba Delic skoraði af 40 metra færi.

Marinó Snær Birgisson var atkvæðamestur í sigri KF með tvennu.

Magni sigraði að lokum mikinn baráttuleik gegn KFA þar sem lokatölur urðu 1-0. Guðni Sigþórsson skoraði eina mark leiksins á áttundu mínútu í endurkomuleiknum sínum fyrir Magna eftir dvöl hjá Þrótti Vogum.

KA 1 - 4 KF

Magni 1 - 0 KFA



Athugasemdir
banner