Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 20. desember 2025 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Lið ársins hjá FIFA er grín"
Mynd: EPA
Hansi Flick, stjóri Barcelona, er steinhissa á því að Raphinha hafi ekki verið valinn í lið ársins hjá FIFA á dögunum.

FIFA valdi leikmann og lið ársins en Ousmane Dembele, leikmaður PSG og franska landsliðsins, var valinn leikmaður ársins. Hann vann einnig Ballon d'Or í haust eftir að hafa unnið Meistaradeildina með PSG í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Barcelona komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Inter. Dembele var markahæsti leikmaður keppninnar ásamt Serhou Guirassy með 13 mörk.

Barcelona vann spænsku deildina en Raphinha kom að þrjátíu mörkum í 36 leikjum í deildinni.

„Lið ársins hjá FIFA er grín. Hann var markahæstur í Meistaradeildinni, þetta er óskynsamlegt, áhrifin sem hann hefur er aðal atriðið. Þetta er í alvöru grín. Ég trúi ekki að hann sé ekki þarna eftir þetta tímabil," sagði Flick.
Athugasemdir