Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 20. desember 2025 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Beint rautt spjald gegn Liverpool
Mynd: EPA
Hollenski sóknartengiliðurinn Xavi Simons var í byrjunarliði Tottenham og fékk að líta beint rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham er að spila við Englandsmeistara Liverpool á heimavelli og gerðist Simons sekur um hættulegt og tilgangslaust brot djúpt á vallarhelmingi Liverpool.

Hann fór mjög glæfralega með takkana í hásin á landsliðsfélaga sínum Virgil van Dijk og fékk gult spjald upphaflega. Eftir nánari athugun í VAR herberginu fékk Simons að líta rauða spjaldið, John Brooks dómari dró gula spjaldið til baka og lyfti upp rauðu spjaldi í staðinn.

Tíu leikmenn Tottenham vörðust vel en Liverpool fann loks leið í gegn á 56. mínútu þegar nýju mennirnir Florian Wirtz og Alexander Isak tengdu vel saman til að taka forystuna.

Sjáðu rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner