Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   lau 20. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Spennandi bardagar í Evrópubaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Síðasta umferð þýsku deildarinnar fyrir vetrarfrí er í fullum gangi í dag þar sem tveir sérstaklega spennandi slagir eru á dagskrá.

Stuttgart mætir Hoffenheim í eftirvæntum slag á milli tveggja liða í Evrópubaráttunni, þar sem aðeins eitt stig skilur liðin að í fimmta og sjötta sæti.

Síðar í dag eigast liðin í þriðja og fjórða sæti við í hörkuslag þar sem RB Leipzig fær Bayer Leverkusen í heimsókn. Leipzig er með þriggja stiga forystu á Leverkusen sem stendur og þarf á sigri að halda til að jafna Dortmund í öðru sæti.

Eintracht Frankfurt er einnig í Evrópubaráttunni og heimsækir nýliða Hamburger SV á meðan Wolfsburg spilar við Freiburg og Köln fær Union Berlin í heimsókn.

Ísak Bergmann Jóhannesson hefur byrjað á bekknum síðustu tvo leiki hjá Köln.

Leikir dagsins
14:30 Hamburger - Eintracht Frankfurt
14:30 Stuttgart - Hoffenheim
14:30 Augsburg - Werder Bremen
14:30 Wolfsburg - Freiburg
14:30 Köln - Union Berlin
17:30 RB Leipzig - Bayer Leverkusen
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 25 22 +3 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
12 Werder 14 4 4 6 18 28 -10 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner