lau 21. janúar 2023 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þór lánar Auðun Inga til Dalvíkur (Staðfest)
Dragan og Auðunn  Ingi
Dragan og Auðunn Ingi
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í 2. deild því markvörðurinn Auðunn Ingi Valtýsson er kominn til félagsins á láni frá Þórsurum.

Lánssamningurinn gildir út komandi tímabil. Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, sagði í vetur að Auðunn færi líki líklega á lán á komandi tímabili og eftir komu Ómars Castaldo Einarssonar í Þór var það orðið næsta víst.

„Það er í skoðun hvort Auðunn, varamarkvörðurinn í fyrra, fari á lán. Það er eitthvað sem hann þarf að gera til að taka næsta skref og við þurfum að huga að því," sagði Láki í viðtali í nóvember.

„Auðunn er stór og stæðilegur markmaður sem er fæddur 2002," segir í færslu Dalvíkur/Reynis.

Auðunn er samningsbundinn Þór út tímabilið 2024. Hann á þrátt fyrir ungan aldur að baki átján leiki fyrir meistaraflokk Þórs. Undanfarin ár hefur hann verið varamarkvörður fyrir Aron Birki Stefánsson.

Hjá Dalvík/Reyni kemur Auðunn til með að spila undir stjórn Dragan Stojanovic sem tók við liði Dalvíkur/Reynis í haust eftir að liðið hafði unnið 3. deildina um sumarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner