Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cunha kallar blaðamann lygara - „Aldrei koma til mín aftur"
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: EPA
Matheus Cunha, leikmaður Wolves, segir að blaðamaðurinn Liam Keen fari með lygar um sig.

Keen skrifaði á samfélagsmiðilinn X í gær að Cunha hafi farið beint inn í klefa eftir tapið gegn Chelsea. Hann gagnrýndi einnig líkamstjáningu leikmannsins og sagði hana slaka.

Cunha ákvað að svara blaðamanninum eftir leikinn og sagði hann fara með lygar.

„Lygar. Ég fór og klappaði fyrir stuðningsmönnunum, þakkaði dómurunum fyrir leikinn og einnig andstæðingnum. Svo fór ég inn í klefa," segir Cunha.

„Aldrei koma til mín aftur og biðja mig um viðtal," bætti Brasilíumaðurinn við.
Athugasemdir
banner
banner
banner