Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. febrúar 2020 23:24
Ívan Guðjón Baldursson
Siem de Jong til Cincinnati (Staðfest)
De Jong skoraði tvö mörk í 26 leikjum með Newcastle.
De Jong skoraði tvö mörk í 26 leikjum með Newcastle.
Mynd: Getty Images
Bandaríska MLS félagið FC Cincinnati er búið að tryggja sér hollenska framherjann Siem de Jong á frjálsri sölu frá Ajax.

De Jong er 31 árs gamall og leikur ýmist framarlega á miðjunni eða í sóknarlínunni. Hann gerði tvö mörk í sex A-landsleikjum fyrir Holland á upphafi síðasta áratugs.

De Jong þótti mikið efni á sínum tíma og var mikilvægur hlekkur í liði Ajax og hjá yngri landsliðum Hollands. Meiðsli settu strik í reikninginn og stóðst De Jong ekki þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans.

Dvöl hans hjá Newcastle misheppnaðist og hefur hann ekki skorað meira en tíu mörk á einu tímabili síðan hann var hjá Ajax 2012-13.

Cincinnati endaði í neðsta sæti MLS deildarinnar í fyrra og gerði jafntefli í æfingaleik við KR í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner