Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Smalling segir Ítalíu hafa gert sig betri
Chris Smalling.
Chris Smalling.
Mynd: Getty Images
Chris Smalling, varnarmaður Roma, vonast til að vera í enska landsliðshópnum á EM 2020 þrátt fyrir að hafa ekki spilað landsleik síðan 2017.

Þessi þrítugi leikmaður er á lánssamningi frá Manchester United og segist hafa orðið betri leikmaður í ítölsku A-deildinni.

Hann segir að fjölskyldu sinni líði vel í Róm og gefur í skyn að hann vilji spila áfram á Ítalíu á næsta tímabili.

„Þrátt fyrir að það séu nokkur ár frá síðasta landsleik er metnaður manns alltaf að spila fyrir enska landsliðið. Ég veit að starfslið enska liðsins hefur verið á nokkrum leikjum hjá mér," segir Smalling.

„Mér finnst ég hafa lært mikið hér á Ítalíu. Ég er klárlega kominn með meira í vopnabúrið."

„Ég hef verið gríðarlega ánægður með veru mína í ítalska boltanum hingað til. Aðalmarkmiðið var að ná ferli mínum aftur á skrið en fjölskyldunni líður vel og ég er að læra tungumálið. Við elskum menninguna hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner