Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. febrúar 2021 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aldrei eins slakur árangur en Mourinho segist enn sá besti
Mynd: Getty Images
Það er ekki hægt að segja að Tottenham sé að eiga gott tímabil. Það byrjaði vel en það hefur hægst mjög á því.

Liðið tapaði í dag fyrir West Ham á útivelli, 2-1. Þetta var í fyrsta sinn sem Mourinho tapar fyrir David Moyes á stjóraferli sínum.

Opta segir frá því að Mourinho hafi aldrei verið með færri stig eftir 50 leiki hjá einu félagsliði. Hann er með 81 stig úr 50 deildarleikjum með Tottenham.

Portúgalinn hefur enn fulla trú á sjálfum sér og sínu teymi. „Mér fannst við gera nægilega mikið til að vinna leikinn. Þegar þú ert 1-0 undir í hálfleik þá verður þú að koma leikmönnum í gírinn og spila betur í seinni hálfleiknum sem við gerðum. Það fyrsta sem gerðist í seinni hálfleik var að þeir skoruðu frábært mark. Við vorum að spila gegn liði sem barðist vel í seinni hálfleik. Þeir vörðust, við sóttum og vorum óheppnir."

„Úrslitin eru afleiðing af mörgu sem gerist í fótbolta. Aðferðir sem ég og þjálfarateymið erum að vinna með eru þær bestu í heiminum ."

Tottenham er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner