sun 21. febrúar 2021 15:15
Aksentije Milisic
Kjartan Henry tryggði sigurinn - Jafnt í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar Horsens og OB áttust við.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá gestunum þegar um tólf mínútur voru til leiksloka.

Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn hjá Horsens á svipuðum tíma en hann fékk gult spjald í leiknum.

Í fyrstu deildinni fór fram leikur Fredericia og Esbjerg. Kjartan Henry Finnbogason gerði eina mark leiksins en hann tryggði Esbjerg sigur þegar 18. mínútur voru til leiksloka. Markið var einkar glæsilegt skallamark. Esbjerg er í öðru sæti B-deildarinnar.

Þá mættust PAOK og Lamia í grísku úrvalsdeildinni í dag. Sverrir Ingi Ingason var í leikbanni hjá heimamönnum sem slátruðu leiknum 4-0. Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Lamia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner