Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. febrúar 2021 12:20
Aksentije Milisic
Sancho í sögubækurnar - Yngsti til að skora 35 mörk í þýsku deildinni
Sancho með fyrirliðabandið í gær.
Sancho með fyrirliðabandið í gær.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund fór létt með erkifjendurnar í Schalke í gær en liðið vann 4-0 útisigur á botnliðinu. Sigurinn var nauðsynlegur í baráttunni um Meistaradeildarsæti en Erling Haaland gerði tvennu í leiknum. Fyrra marki var einkar glæsilegt.

Hinn tvítugi Jadon Sancho skoraði eitt marka Dortmund en það gerði hann á 42. mínútu. Með þessu marki var Englendingurinn að skrá sig í sögubækurnar en nú er hann yngsti leikmaðurinn í sögu þýsku deildarinnar sem nær að skora 35 mörk.

Sancho nýtti sér mistök Benjamin Stambouli og kláraði færið sitt einkar vel með hægri fæti. Hann lagði einnig upp mark í leiknum. Góður dagur fyrir Dortmund sem vann einnig fyrri leik sinn í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Sevilla.

Sancho, sem virtist vera á leið til Manchester United á síðasta tímabili, byrjaði tímabilið ekki vel en hann hefur verið að stiga upp að undanförnu og vonandi fyrir Dortmund að það haldi áfram út tímabilið, hið minnsta.
Athugasemdir
banner
banner