Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. febrúar 2023 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Javi Gracia tekur við Leeds (Staðfest)
Javi Gracia.
Javi Gracia.
Mynd: Leeds
Leeds United hefur ráðið Javi Gracia sem nýjan stjóra félagsins en hann tekur við starfinu af Jesse Marsch sem var rekinn fyrr í þessum mánuði.

Gracia, sem er spænskur, hefur reynslu af því að þjálfa á Englandi. Hann stýrði Watford frá því í janúar 2018 til september 2019. Hann stýrði Watford frá falli og kom þeim í úrslit FA-bikarsins áður en hann var rekinn.

Carlos Corberan stjóri West Brom og Andoni Iraola hjá Rayo Vallecano voru á óskalista Leeds eftir að Jesse Marsch var rekinn en reyndust ekki fáanlegir.

Leeds ræddi meðal annars við Alfred Schreuder, fyrrum stjóra Ajax, en tilkynnti síðasta þriðjudag að Michael Skubala myndi halda áfram sem bráðabirgðastjóri „í komandi leikjum".

Einum leik síðar er Leeds að ráða Gracia sem var síðast stjóri Al Sadd í Katar. Meðal annarra liða sem hann hefur þjálfað eru Malaga á Spáni og Rubin Kazan í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner