Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   fös 21. febrúar 2025 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham tapaði áfrýjuninni
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham verður ekki með Real Madrid í næstu leikjum eftir að hafa tapað áfrýjun gegn rauðu spjaldi sem hann fékk í leik gegn Osasuna á dögunum.

Bellingham var sendur í sturtu undir lok fyrri hálfleiks fyrir að segja dómara leiksins að „fokka sér“.

Real Madrid áfrýjaði spjaldinu og kom fram í vörn félagsins að Bellingham hafi ekki verið að beina þessu að dómaranum, heldur var hann óánægður með eigin frammistöðu.

Ekki var hægt að sanna það og var áfrýjuninni hafnað í dag. Bellingham hefði getað fengið allt að tólf leikja bann, en slapp með skrekkinn.

Hann mun aðeins missa af tveimur deildarleikjum gegn Girona og Real Betis, en alls mun hann missa af þremur leikjum þar sem hann tekur út eins leiks bann í Meistaradeildinni vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
Athugasemdir
banner
banner