Hólmar Örn Eyjólfsson er kominn af stað eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Fyrirliðinn var í byrjunarliði Vals í gær og lék fyrri hálfleikinn gegn Þrótti í Lengjubikarnum.
Eftir leik ræddi miðvörðurinn við Fótbolta.net.
Eftir leik ræddi miðvörðurinn við Fótbolta.net.
„Þetta hefur verið töluvert lengra en ég hélt þetta yrði. En ég er á réttri leið, setti upp gott plan fyrir veturinn sem er að ganga eftir og tek skref fram á við í hverri viku," sagði Hólmar um meiðslin.
Hann var spurður hvort hann væri ánægður með hvar Valsliðið væri statt einum og hálfum mánuði fyrir mót.
„Við þurfum að taka nokkur skref fram á við, margt sem við getum bætt en það er líka margt sem er jákvætt hjá okkur."
Hólmar segir að liðið þurfi að spila betur saman til að bæta árangurinn frá því í fyrra. „Það er mikið af hlutum sem við þurfum að bæta, en ég ætla ekki að fara út í það hér," sagði Hólmar.
Viðtalið má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir