lau 21. mars 2020 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoða að klára tímabilið á bak við luktar dyr
Powerade
Gæti enska úrvalsdeildin klárast án stuðningsmanna.
Gæti enska úrvalsdeildin klárast án stuðningsmanna.
Mynd: Getty Images
Enginn fótbolti er í gangi, en slúðrið hvílir sig ekki. Hér eru kjaftasögur sem BBC hefur tekið saman.

Enska úrvalsdeildin er að skoða að leika á bak við luktar dyr svo hægt sé að klára tímabilið. (Independent)

Manchester United er í viðræðum við miðjumanninn Nemanja Matic (31) um nýjan tveggja ára samning, viku eftir að hafa virkjað ákvæði um að framlengja samning hans um eitt ár. (Sun)

Willian (31), kantmaður Chelsea, hefur beðið um leyfi frá félagi sínu til að fara heim til Brasilíu og vera með fjölskyldu sinni. (Mirror)

Félög í Championship-deildinni á Englandi íhuga að lækka laun leikmanna tímabundið þannig að þau verði í mesta lagi 6 þúsund pund á viku. Félögin hafa áhyggjur af framtíð sinni út af kórónuveirunni. (Telegraph)

Liverpool hefur í dágóðan tíma verið í viðræðum út af Boubakary Soumare (21), miðjumanni Lille í Frakklandi. (Sport)

Jeremie Boga (23), kantmaður Sassuolo á Ítalíu, gæti snúið aftur til Chelsea þar sem félagið er með ákvæði í samningi hans um að geta keypt hann fyrir 12,8 milljónir punda. (Mail)

Ítalíumeistarar Juventus vilja bjóða Chelsea miðjumanninn Miralem Pjanic (29) í skiptum fyrir Jorginho (28). (Corriere dello Sport)

Barcelona og Real Madrid, stórveldin á Spáni, gætu reynt að fá David Alaba (27) þar sem hann er óviss um að framlengja samning sinn við Bayern München. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner