Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 21. mars 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sextán þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir helgi fór fram fyrri leyfisráðs KSÍ í leyfisferlinu fyrir komandi tímabil: tímabilið 2022. Teknar voru fyrir leyfisumsóknir félaga í Bestu deildum karla og kvenna en einnig voru teknar fyrir leyfisumsóknir í Lengjudeild karla.

Alls voru 16 umsóknir um þátttökuleyfi samþykktar á fundinum en afgreiðslu 18 leyfisumsókna var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á þriðjudag í næstu viku. Þrótur Vogum fékk sína leyfisumsókn samþykkta en þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem félagið sendir inn leyfisumsókn því til þessa hefur félagið ekki leikið í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.

Þessar leyfisumsóknir voru samþykktar:
Besta deild karla:
Breiðablik
Fram
KA
ÍA
KR
Stjarnan
Valur
Víkingur R.

Besta deild kvenna:
Breiðablik
Selfoss
Valur

Lengjudeild karla:
Afturelding
Fylkir
Grindavík
Selfoss
Þróttur Vogum
Athugasemdir
banner
banner