Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikir: Komin á blað hjá Fram og öruggur sigur Þórs/KA
Ólína Ágústa.
Ólína Ágústa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Anna
Hildur Anna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliði Fram í Bestu deildinni hefur að undanförnu spilað tvo æfingaleiki. Fyrri leikurinn var gegn Malaga FC á Spáni og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli.

Lily Farkas, sem kom frá Fortuna Hjörring í Danmörku, skoraði mark Fram í þeim leik. Fram tók svo á móti Lengjudeildarliði ÍBV og vann 4-0 sigur. Staðan var markalaus í hálfleik en margar breytingar voru gerðar á liðunum í seinni hálfleik.

Alda Ólafsdóttir, sem skoraði 12 mörk í Lengjudeildinni í fyrra, skoraði þrennu og Ólína Ágústa Valdimarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fram. Hún fékk félagaskipti frá Stjörnunni fyrr í vetur en hefur ekki formlega verið kynnt sem nýr leikmaður félagsins.

Ólína er fædd árið 2005, hún á að baki 16 leiki í efstu deild með KR og Stjörnunni. Hún lék nokkra leiki með Fram sumarið 2023.

Í vikunni mætti þá Þór/KA liði Juan Grande á Kanarí. Þór/KA vann þar nokkuð öruggan 1-5 sigur, en staðan var
jöfn í hálfleik.

Þór/KA tefldi fram ungu liði í fyrri hálfleik en reyndari leikmenn komu inn í hálfleik. Hildur Anna Birgisdóttir skoraði tvennu, eitt markið var sjálfsmark og þær Sonja Björg Sigurðardóttir og Sandra María Jessen skoruðu sitt markið hvor.

Hér er hægt að lesa meira um sigur Þórs/KA


Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner